Guð og gróðurhúsaáhrif
Höfundur:
This product is not available in the selected currency.
Til á lager
Forpöntun
Uppselt
Upplýsingar
Kröftug umræða um umhverfið, náttúruna og nú síðast hnattræna hlýnun af mannavöldum fer nú fram innan kristinnar guðfræði eins og í öðrum fræðigreinum. Guðfræðingar hafa löngum tekið alvarlega þá gagnrýni að kristni sé einstakega mannhverf. Í umræðu um siðferðileg vandamál samtímans vilja margir þeirra leggja sitt af mörkum til þess að koma í veg fyrir að þeir spádómar rætist að vestræn iðnvædd samfélög eigi eftir að valda óafturkræfum skaða á lífríkinu.
Í þessari bók er tekist á við spurningar sem lúta að kristnum áhrifum og hugmyndum um náttúruna í sögu jafnt sem samtíð: Hver er staða náttúrunnar í Biblíunni og kristinni hefð? Hvernig túlka guðfræðingar í samtímanum þá hugmynd að maðurinn sé kóróna sköpunarverksins? Hvaða leiðsögn geta guðfræðingar veitt til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga með réttlátum og ábyrgum hætti? Og hvað merkir það að vinna að réttlæti í loftslagsmálum í guðfræðilegu samhengi.
- Blaðsíðufjöldi: 164
- Útgáfuár: 2017
- Fag: Guðfræði
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.