Húsið og heilinn – um virkni reimleikahússins í íslenskum hrollvekjum

Höfundur: Sigrún Margrét Guðmundsdóttir

Verknúmer: U202309

ISBN: 978-9935-23-311-0

5.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Húsinu og heilanum fjallar Sigrún Margrét Guðmundsdóttir um eitt elsta minni sagnalistarinnar, reimleikahúsið. Í þessu yfirgripsmikla verki setur Sigrún fjórar íslenskar hrollvekjur í samhengi hefðarinnar en frásagnir af draugahúsinu hafa fylgt manninum allt frá tímum Rómaveldis.

Hrollvekjur um reimleikahús snúast oftar en ekki um heila, enda getur verið reimt í heilanum ekki síður en í húsum. Afturgangan í sinni einföldustu mynd hverfist um fortíð sem snýr aftur til þess að ásækja einstaklinga, en þessi hugmynd birtist hvað skýrast í meðförum Sigmunds Freud þar sem mannssálin verður að gotnesku reimleikahúsi. Í verkinu er leitt að því líkum að gotneskt myndmál hafi ekki einungis mótað það hvernig við ræðum um heilann í daglegu tali, heldur hafi gotnesk hugmyndafræði einnig haft áhrif á það hvernig heilanum sé lýst í taugafræði samtímans.

Í bókinni er sérstaklega fjallað um virkni fjögurra reimleikahúsa í íslensk- um samtímaskáldskap og þau sett í samhengi við það markverðasta í bókmenntum og kvikmyndalist á 20. og 21. öld. Verkin sem tekin eru til greiningar eru Húsið eftir Egil Eðvarðsson (1983), Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen (2017), Ég man þig eftir Óskar Þór Axelsson (2017) og Hálendið eftir Steinar Braga (2011).

 

Sigrún Margrét Guðmundsdóttir er doktor í íslenskum samtímabók- menntum frá Háskóla Íslands en bók þessi rís upp úr doktorsritgerð hennar um reimleikahúsið. Meðal annarra rannsóknaverkefna Sigrúnar eru kvikmynda- og sjónvarpsþáttamenning, ástarsögur og íslenskar samtímabókmenntir og kvikmyndir.

Sigrún Margrét rekur útgáfufyrirtækið Lesstofuna og hefur um nokkurra ára skeið ritstýrt tímaritunum Ritinu og Skírni auk þess sem hún hefur sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands í íslensku, almennri bókmenntafræði og kvikmyndafræðum um árabil.

  • Blaðsíðufjöldi: 298
  • Útgáfuár: 2023
  • Fag: Bókmenntafræði, kvikmyndafræði

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK