Leikandinn
Ritstjóri:
Upplýsingar
Menntun ungra barna hefur verið í brennidepli víða um heim á undanförnum áratugum. Aukin áhersla á menntun yngstu borgaranna skýrist m.a. af niðurstöðum fjölda vísindarannsókna sem sýna verulegan ávinning af góðri menntun þeirra, ekki einungis fyrir þau sjálf heldur einnig fyrir samfélagið.
Þessi bók inniheldur 18 fræðigreinar sem hafa að geyma niðurstöður rannsókna um menntun ungra barna frá ýmsum sjónarhornum. Fjallað er um réttindi og sjónarmið barna, mikilvægi leiks og starfsaðferðir með ungum börnum. Jafnframt er rannsóknum á samfellu í námi barna gerð skil. Sjónum er einnig beint að börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn og mikilvægi fjölbreytilegra kennsluhátta fyrir öll börn. Þá er greint frá rannsóknum sem varpa ljósi á reynslu og sjónarmið foreldra ungra barna.
Bókinni er ætlað að mæta brýnni þörf fyrir íslenskt efni um menntun ungra barna handa kennurum, tómstundafræðingum, þroskaþjálfum og öðru fagfólki á sviði uppeldis- og menntavísinda. Þess er einnig vænst að bókin nýtist háskólanemum sem leggja stund á þessar fræðigreinar. Jafnframt á bókin erindi við þá sem móta stefnu í málefnum barna og aðra sem láta sig menntun yngstu borgaranna varða.
- Útgáfuár: 2022
- Fag: Menntavísindi
- Blaðsíðufjöldi: 482
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.