Tími töframanna - Áratugur hinna miklu heimspekinga 1919 –1929
Höfundur:
Þýðandi:
This product is not available in the selected currency.
Til á lager
Forpöntun
Uppselt
Upplýsingar
Tími töframanna er grípandi lýsing á einum mesta umbrotatíma í evrópskri menningarsögu. Í bókinni, sem er magnaður spegill óróans og sköpunargleðinnar sem ríkti í Weimar-lýðveldinu á þriðja áratug síðustu aldar, rekur höfundur tilraunir fjögurra hugsuða til að átta sig á stöðu mannsins í heimi sem er á hverfanda hveli. Hildarleikur heimsstyrjaldarinnar fyrri er að baki og ný veröld vísindalegra framfara í burðarliðnum.
Í bókinni kynnumst við ekki aðeins hugsun „töframannanna“ fjögurra, Walters Benjamin, Ernsts Cassirer, Martins Heidegger og Ludwigs Wittgenstein, heldur fáum við jafnframt innsýn í það hvernig ástir og ástríður fléttast saman við heimspeki þeirra. Lesandinn er leiddur inn í töfraveröld hugsunar, þar sem gætir hugljómunar og ógnvekjandi drunga á víxl.
Tími töframanna er einstæð lýsing á því hvernig fjórir um margt mjög ólíkir hugsuðir freista þess að skýra af hvaða rótum menning okkar, tungumál og skilningur á heiminum eru sprottin, og hvernig við getum hagað tilvist okkar á óvissutímum sem eiga um margt skylt við það umrót sem ríkir við upphaf 21. aldar.
Bókin vakti mikla hrifningu þegar hún kom út og sat lengi ofarlega á metsölulistum í Þýskalandi, auk þess sem hún hefur verið þýdd á rúmlega 20 tungumál.
Um höfundinn:
Wolfram Eilenberger fæddist árið 1972 í borginni Freiburg í Svartaskógi. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá háskólanum í Zürich árið 2008. Bók hans Finnen von Sinnen kom út árið 2010. Í henni fjallar Eilenberger, sem er kvæntur finnskri konu, á kankvísan hátt um kynni sín af mannlífinu í Finnlandi. Bókin varð metsölubók bæði í Þýskalandi og Finnlandi. Eilenberger hefur sent frá sér nokkrar bækur um heimspeki og var um árabil ritstjóri heimspekitímaritsins Philosophie Magazin. Hann er að auki mikill knattspyrnuáhugamaður og hefur getið sér gott orð fyrir greinaskrif um íþróttir.
Um þýðandann:
Arthúr Björgvin Bollason lauk magistersprófi í heimspeki frá háskólanum í Hannover í Þýskalandi. Arthúr hefur þýtt fjölmörg skáld- og fræðirit úr þýsku, auk þess sem hann hefur sent frá sér frumsamdar bækur um margvísleg efni, bæði á íslensku og þýsku. Árið 1999 kom út eftir hann ljóðabókin Okkar á milli.
- Blaðsíðufjöldi: 384
Oops!
Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.