Trú og vald í mannkynssögunni

Höfundur: Pétur Pétursson

Verknúmer: U202119

ISBN: 978-9935-23-266-3

3.900 kr.
lagerstaða: Til á lager

  • Útgáfuform

Upplýsingar

Helsta þjóðfélagsbreyting sem varð í mannkynssögunni með upphafi trúarinnar á Jahve og kristni var afnám hefndarskyldu ættbálkasamfélagsins. Hefndin varð réttlæti Guðs, dómskerfi og siðagrundvöllur vestræns samfélags hefur byggst á því fram á okkar daga. Meginstef þessarar bókar er að pólitískt vald styðjist ávallt við trúarlegt áhrifavald sem mótar grundvöll siða samfélagsins. Hér er um að ræða samband ríkis og trúarstofnana sem taka að mótast þegar sérstök prestastétt verður til í akuryrkjusamfélögum. Fjallað er um trúarhugmyndir og samfélag Forn-Egypta, íslam, páfadóm, einveldi og loks um kirkju og stjórnmál á Íslandi. Hér leggja saman í púkk tveir prófessorar í ólíkum greinum við Háskóla Íslands, þeir Jónas Elíasson verkfræðingur og Pétur Pétursson félags- fræðingur og guðfræðingur. „Ég las bókina mér til ánægju; kenningin sem unnið er með er afar áhugaverð og það er örugglega rétt að áhrif trúar á þróun veraldlegs valds eru yfirleitt mjög vanmetin.“ - Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði „Áhugavert rit eftir tvo ólíka fræðimenn úr mismunandi greinum, sem velta fyrir sér sögulegri þróun og mikilvægi trúarhugmynda í sögu samfélaga.“ - Sverrir Jakobsson prófessor í sagnfræði miðalda

  • Blaðsíðufjöldi: 240

Oops!

Við eigum ekki umbeðið magn til á lager, prófaðu minna magn.

OK